Skip to content

Tímabilið blásið af

Þá er orðið ljóst að tímabilinu er formlega lokið. Sumarið 2020 mun seint gleymast – karlaliðið í fyrsta sinn í Pepsi Max og kvennaliðið í fyrsta sinn í Lengjudeildinni. Knattspyrnuhreyfingin mætti mörgum áskorunum vegna heimsfaraldursins en við hjá knattspyrnudeild Gróttu erum stolt af leikmönnum okkar, þjálfurum, starfsmönnum og sjálfboðaliðum fyrir það hvernig þau tókust á við það mótlæti. Pepsi Max ævintýrinu er lokið í bili og munu báðir meistaraflokkarnir okkar spila í Lengjudeildinni að ári. Við hlökkum til næstu verkefna og komum sterkari til leiks þegar að því kemur.
Takk fyrir stuðninginn 💙 Áfram Grótta!

Mynd: Eyjólfur Garðarsson 📸

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print