Við hjá Gróttu erum afar ánægð að tilkynna nýtt samstarf við Sjúkraþjálfun Reykjavíkur sem er staðsett á Fiskislóð 1. Með þessu samstarfi er verið að tryggja forgang í sjúkraþjálfun fyrir iðkendur yngri flokka Gróttu.
Íþróttum geta fylgt meiðsli og við upphaf unglingsáranna geta þrálátir verkir, til dæmis í hnjám og hælum, látið á sér kræla. Oft getur hjálpað mikið að leita ráða hjá sjúkraþjálfara sem stundum ráðleggja meðferð, hvíld eða útbúa æfingaprógrömm sem hjálpa til.
Við höfum einfaldað ferlið með þessu nýja samstarfi! Í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur starfar hæfileikaríkt og metnaðarfullt fagfólk.
Hvernig bóka ég tíma?
Sendið tölvupóst á: [email protected]
Í póstinum þarf að koma fram:
• Kennitala iðkanda og forráðamanns
• Símanúmer
Kostnaður:
Frítt ef læknabeiðni liggur fyrir (SÍ greiðir að fullu).
Ef ekki liggur fyrir beiðni er greitt 30% af verði tímans.