Skip to content

6. flokkur karla á ferð og flugi

6.flokkur karla hefur farið á þrjú mót sem af er sumri. Yngra árið fór á Set mótið á Selfossi en eldra árið á Orkumótið í Vestmannaeyjum svo tók allur flokkurinn þátt í Pollamótinu.

Grótta fór með þrjú lið á Set mótið, en þar fór Grótta3 með bikarinn heim eftir að hafa unnið Sjóvá deildina með frábærri spilamennsku. Stefán Darri var einnig valinn maður mótsins!

Grótta sendi tvö lið til Vestmannaeyja að spila á Orkumótinu. Grótta2 fékk mjög erfiðan riðil fyrsta daginn og gekk smá brösulega. Eftir fyrsta daginn lá þó leiðin uppá við og Gróttu2 tókst að vinna Heimaklettsbikarinn. Björgvin Brimi fékk þann heiður að vera valinn í landsliðs Orkumótsins.

Pollamótið var haldið á Vivaldivellinum þann 18. júní síðastliðinn. Þar gerði Grótta1 sér lítið fyrir og vann riðilinn sinn með fullt hús stiga og plús 28 í markatölu. Grótta1 leikur því í úrslitariðli Pollamótsins um miðjan ágúst. Það er búið að vera nóg að gera en þó er eitt stærsta mót sumarsins eftir, Króksmótið á Sauðárkrók.

Króksmótið er bæði fyrir yngra og eldra árið, en það er haldið 11.-12. ágúst, og mikil eftirvænting er fyrir því.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar