Grótta handknattleiksdeild býður upp aðgangskort sem að veita aðgang fyrir tvo að öllum heimaleikjum á Íslandsmóti meistaraflokka félagsins leiktíðina 2023-2024.
Kortin eru á mismunandi verðum en innihaldið er það sama. Með þessu er Grótta að setja upphæðina sem að STUÐningsmenn félagsins vilja styrkja félagið um í þeirra eigin hendur.
Smelltu hér til að ganga frá kaupum á STUÐningsmannakorti Gróttu
stubb.is/grotta/passes
Kortin nefnast GULL-SILFUR og BRONS stuðningsmannakort og eru eru aðgengileg í gegnum smáforritið Stubb sem er fáanlegt fyrir farsíma.
- Gull stuðningsmannakort inniheldur aðgang fyrir tvo inn á alla heimaleiki meistaraflokka handknattleiksdeildar. Kortið kostar 80.000 krónur-hægt er að staðgreiða kortið eða velja greiðsludreifingu í 12 mánuði.
- Silfur stuðningsmannakort inniheldur aðgang fyrir tvo inn á alla heimaleiki meistaraflokka handknattleiksdeildar. Kortið kostar 40.000 krónur-hægt er að staðgreiða kortið eða velja greiðsludreifingu í 12 mánuði.
- Brons stuðningsmannakort inniheldur aðgang fyrir tvo inn á alla heimaleiki meistaraflokka handknattleiksdeildar. Kortið kostar 20.000 krónur-hægt er að staðgreiða kortið eða velja greiðsludreifingu í 12 mánuði.
Einnig höfum við ákveðið að bjóða upp á svokallað Foreldrakort (fyrir forráðamenn iðkenda).
- Foreldrakort veitir aðgang fyrir einn inn á alla heimaleiki meistaraflokka handknattleiksdeildar. Kortið kostar 15.000 krónur í staðgreiðslu.
Tryggið ykkur kort í tíma fyrir æsispennandi vetur-stútfullan af handbolta! Áfram Grótta
Smelltu hér til að ganga frá kaupum á STUÐningsmannakorti Gróttu
stubb.is/grotta/passes