U-18 ára landslið kvenna lék í Belgrad í Serbíu 22 – 25.nóvember síðastliðinn á umspilsmóti um sæti í A-keppni Evrópumóts kvenna í þessum aldurshópi á næsta ári. Katrín Anna Ásmundsdóttir leikmaður meistara- og 3.flokks var okkar fulltrúi í landsliðinu.
Stelpurnar unnu Slóveníu 24-21 í fyrsta leik og síðan Slóvakíu í öðrum leik 29-26. Því miður tapaðist úrslitaleikurinn við Serba stórt, 31-20. Okkar leikmaður Katrín Anna Ásmundsdóttir stóð sig vel á mótinu.
Katrín Anna hefur verið fastamaður í þessu landsliði undanfarin ár. Gríðarleg reynsla og tækifæri sem Katrín Anna fær í landsliðinu sem vonandi nýtist Gróttu næstu misseri.