Skip to content

Aðalfundir Gróttu 2019

Síðdegis í dag, fimmtudaginn 2. maí fóru fram aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu. Á fjórða tug mættu á fundina sem gengu vel fyrir sig. Fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar en í kjölfarið komu formenn deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu 2018.

Gjaldkerar fóru því næst yfir rekstrarniðurstöður ársins en reksturinn gekk almennt vel á árinu. Nokkrar breytingar urðu á stjórnum og á næstu dögum munum við fara yfir þær breytingar og kynna nýjar stjórnir. Einnig munum við birta ársskýrslur félagsins.

Í lok fundar kom Jói G leikari á svæðið og fór yfir það hvað er mikilvægt að hafa í huga sem stjórnarmaður og foreldri hjá íþróttafélagi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar