Skip to content

Tinna Brá og Rakel Lóa í æfingahóp U-15

Tinna Brá, markmaður á yngra ári í 3. flokki, var valin í fyrri æfingahóp U-15 ára landsliðsins sem æfði 12.-13. október undir stjórn Þorlákar Árnasonar. Rakel Lóa, leikmaður á yngra ári í 3. flokki, var valin nú á dögunum í síðari æfingahópinn, sem æfði dagana 16.-17. nóvember.

Gaman er að sjá fjölgun ungra leikmanna í Gróttu í landsliðsúrtök og ljóst að knattspyrnan á Seltjarnarnesi er á mikilli siglingu. Til hamingju stelpur!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print