Skip to content

Þrír flokkar frá Gróttu á Rey Cup

3. og 4. flokkur kvenna ásamt 4. flokki karla fóru á Rey Cup 22.-26. júlí. 3.flokkur kvenna var með tvö lið á mótinu. Þeim gekk vel alla dagana og það var frábær stemning í hópnum. Allar stelpurnar spiluðu vel þrátt fyrir marga leiki og erfiðar aðstæður. Það var ekki bara spilað fótbolta heldur skellti hópurinn sér einnig saman í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn. Lið 1 endaði í 3.sæti á mótinu og lið 2 í 4.sæti.
4.flokkur kvenna fór með 1 lið á mótið. Stelpurnar spiluðu frábæran sóknarbolta á mótinu og sköpuðust mörg glæsileg mörk uppúr uppspili stelpnanna. Úrslitin voru aukaatriði og skemmtu allar stelpurnar sér frábærlega alla dagana þar sem leikgleði og hamingja var við völdin!

4. flokkur karla fór með 2 lið á Rey Cup og stóðu sig með stakri prýði. Skemmtu drengirnir sér mjög vel og spiluðu skemmtilegan fótbolta þrátt fyrir skrautlegar vallaraðstæður inn á milli. Mörg glæsileg mörk voru skoruð og mátt sjá að drengirnir höfðu mjög gaman af mótinu. 

Meðfylgjandi mynd er af liði 1 hjá 3. flokki kvenna Gróttu/KR og er tekin af Margréti Kristínu Jónsdóttur. 

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print