Skip to content

Lokahóf meistaraflokka Gróttu

Lokahóf meistaraflokka Gróttu fór fram í gærkvöldi eftir vægast sagt frábært sumar. Meistaraflokkur karla urðu Inkasso-meistarar og spila í Pepsi Max deildinni að ári og meistaraflokkur kvenna lenti í 2. sæti í 2. deild kvenna og spilar í Inkasso-deildinni að ári, og árangrinum var vel fagnað í gærkvöldi.

Þjálfarar og stjórn völdu besta leikmann tímabilsins og þann efnilegasta en leikmenn kusu um mesta naglann, hrökkbrauðið og leikmann leikmanna. Einnig voru veitt verðlaun fyrir markahæsta leikmanninn.

Besti leikmaður 2019:
Ana Lucia Nascimento Dos Santos
Pétur Theódór Árnason

Efnilegasti leikmaður 2019:
Rakel Lóa Brynjarsdóttir
Orri Steinn Óskarsson

Markahæsti leikmaður 2019:
Taciana Da Silva Souza
Pétur Theódór Árnason

Leikmaður leikmanna 2019:
Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann
Pétur Theódór Árnason

Mesti naglinn 2019:
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
Halldór Kristján Baldursson

Hrökkbrauðið 2019:
Hrafnhildur Fannarsdóttir
Júlí Karlsson

Meistaraflokkarnir veittu einnig Valda vallarstjóra bikar fyrir að vera besti vallarstjórinn. ÍTS veittu einnig liðunum styrk vegna framúrskarandi árangurs í sumar og þökkum við kærlega fyrir það.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print