Skip to content

Knattspyrnuskóli Gróttu fyrir krakka fædd árið 2010 til 2014

Allir eru velkomnir í Knattspyrnuskóla Gróttu, jafnt iðkendur sem hafa æft lengi sem og krakkar sem hafa áhuga á að prófa fótbolta í fyrsta skipti. Knattspyrnuskólinn hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár.

Knattspyrnuskólinn verður starfræktur á Vivaldivellinum við Suðurströnd frá kl. 09:00 – 12:00 alla virka daga frá skólalokum til verslunarmannahelgar. Tekið er á móti börnunum frá kl. 08:00 og verða börn fædd árið 2014 sótt í leikskólann og þeim fylgt til baka að námskeiði loknu.

Skólastjóri knattspyrnuskólans verður Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann, verkefnastjóri knattspyrnudeildarinnar, leikmaður meistaraflokks kvenna og þjálfari 7. fl. kvk ásamt góðu föruneyti þjálfara og unglinga. Lögð verður áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar og verður ýmislegt til gamans gert á öllum námskeiðunum.

  • Námskeið 1 10. júní – 19. júní 5.530kr
  • Námskeið 2 22. júní – 3. júlí 7.900kr
  • Námskeið 3 6. júlí – 17. júlí 7.900kr
  • Námskeið 4 20. júlí – 31. júlí 7.900kr

Börn fædd 2014 sótt í leikskólann.

Athugið! Líkt og árið 2019 verða æfingar hjá 7. flokki beint á eftir knattspyrnuskólanum eða kl. 12:00.

Krakkar sem eru á leikjanámskeiði eftir hádegi munu að sjálfsögðu fá að fara fyrr af æfingunni.

Aukaþjónusta – fyrir krakka fædda 2006 til 2009

Knattspyrnudeild Gróttu mun bjóða upp á aukaþjónustu í stað knattspyrnuakademíu sem hefur verið undanfarin ár. Þjónustan verður auglýst nánar síðar.

Innritun fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra grotta.felog.is

Upplýsingar fást einnig á skrifstofu Gróttu í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is, jonap@seltjarnarnes.is eða laufeyg@seltjarnarnes.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print