Kjartan Kári Halldórsson er í úrvalsliðið Lengjudeildarinnar 2022 og var einnig valinn efnilegasti leikmaður ársins. Kjartan hefur skorað 15 mörk í 18 leikjum í Lengjudeildinni í ár og staðið sig gríðarlega vel með sínu uppeldisfélagi. Grótta á einnig tvo fulltrúa á varamannabekk úrvalsliðsins en það eru þeir Jón Ívan Rivine og Arnar Þór Helgason. Knattspyrnudeild Gróttu óskar Kjartani innilega til hamingju með þennan glæsta árangur!
