Gróttumaðurinn Fannar Hrafn Hjaltason hefur verið valinn til að taka þátt í Hæfileikamóti N1 og KSÍ 2022 dagana 14.- 16. september. Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ. Fannar er fæddur árið 2008 og er gríðarlega efnilegur. Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að eiga fulltrúa í þessum hópi og óskar Fannari góðs gengis á æfingunum!
