Skip to content

Hákon Rafn framlengir við Gróttu

Markmaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Þetta er mikið fagnarefni fyrir félagið enda Hákon einn allra efnilegasti markmaður landsins. Hákon sem er fæddur árið 2001 kom inní lið Gróttu árið 2018 og í sumar lék hann alla 22 leiki liðsins í Inkasso-deildinni og í lok tímabilsins var hann valinn í úrvalsliðs ársins hjá Fótbolti.net.

Hákon hefur varið mark U19 ára landsliðsins í ár og var kallaður til æfinga hjá U21 árs landsliðinu nú í haust. Hans bíður spennandi verkefni með nýliðum Gróttu í Pepsi Max deildinni næsta sumar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print