Skip to content

Gróttuleiðin kynnt

Vel var mætt á kynningu knattspyrnudeildar á Gróttuleiðinni, nýrri handbók sem fjallar um starf deildarinnar frá margvíslegum hliðum, í hátíðarsal Gróttu á þriðjudaginn. Magnús Örn Helgason, yfirþjálfari yngri flokka, fjallaði um efni bókarinnar og fór yfir þá stefnumótunarvinnu sem staðið hefur yfir í tæpt ár. Halldór Eyjólfsson, formaður barna- og unglingaráðs, ávarpaði einnig samkomuna og fór yfir aðdragandann að vinnslu Gróttuleiðarinnar. Boðið var upp á forláta tertu frá Veislunni að kynningu lokinni og var stemningin góð á fallegum sumardegi.

Gróttasport tók Bjarka Má Ólafsson tali eftir kynninguna en hann er annar af höfundum Gróttuleiðarinnar.

„Ég er bara virkilega ánægður með mótttökurnar. Kynningin gekk smurt og mér fannst vel mætt í þessu frábæra veðri sem er úti“, sagði Bjarki aðspurður um fyrstu viðbrögð við því að Gróttuleiðin sé komin út. En hver er forsaga málsins, hvað kom til að knattspyrnudeildin ákvað að gefa út svona glæsilega handbók? „Við Maggi fórum af stað með þessa vinnu síðasta sumar og vorum í raun að setja niður á blað það sem hefur verið rætt mikið um innan deildarinnar síðustu ár. Stjórnin var á bak við okkur allan tímann og við reyndum að leggja okkur fram við þetta. Þetta endaði svo í heilum 88 blaðsíðum og kynningin í gær var bara endahnúturinn á þessari vinnu“, sagði Bjarki kátur en bætti svo við að miklar áskoranir væru framundan við að innleiða hugmyndafræði Gróttuleiðarinnar.

Við óskum knattspyrnudeildinni til hamingju með þessa glæsilegu handbók en áhugasamir geta nálgast eintak í afgreiðslu íþróttahússins.

Hér má nálgast Gróttuleiðina í PDF-skjali.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar