Skip to content

Grímur, Kjartan og Orri á leið á Norðurlandamótið með U17

Gróttumennirnir Grímur Ingi, Kjartan Kári og Orri Steinn eru í hóp U17 sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Danmörku 3.-10. ágúst 👏🏼 Gaman er að segja frá því að Grótta á næstflesta leikmenn í hópnum, en Stjarnan er með einum fleiri, eða fjóra leikmenn. Þetta er ekki fyrsta keppnisferð drengjanna með landsliðinu en þeir fóru einnig til Króatíu í apríl með U16 og kepptu þar á æfingamóti. Knattspyrnudeild Gróttu óskar þeim innilega til hamingju!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print