Skip to content

Fjöldamet slegið í Knattspyrnuskóla Gróttu

Knattspyrnuskóli Gróttu hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár. Iðkendur í skólanum eru bæði krakkar sem hafa æft lengi og einnig krakkar sem eru að prófa fótbolta í fyrsta skipti, og lögð er áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar.

Námskeiðið gekk prýðisvel að mati starfsmanna knattspyrnuskólans og var mikið líf og fjör á vellinum á meðan því stóð. Það er gaman að segja frá því að í ár var fjöldamet iðkenda slegið, en rúmlega 400 börn sóttu skólann í ár.

Við fengum til okkar góða gesti í sumar, úr bæði karla og kvenna landsliðinu, en þau Albert Guðmundsson, Anna Björk Kristjánsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Agla María Albertsdóttir komu í heimsókn í knattspyrnuskólann. Námskeiðin voru 4 talsins, í tvær vikur í senn, og í lok hvers námskeiðs var krökkunum blandað saman og skipt í landslið og keppt í HM. Að keppni lokinni var síðan pulsupartí og allir fóru glaðir inn í helgina.

Starfsmenn knattspyrnuskólans þakka fyrir sumarið og hlakka til að sjá sem flesta aftur næsta sumar!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar