Skip to content

Emelía og Lilja Lív valdar í æfingahóp U16

Þær Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir hafa verið valdar af Jörundi Áka Sveinssyni, landsliðsþjálfara U16 kvenna, til að æfa með U16 dagana 20.-22. janúar. Grótta er stolt af því að eiga fulltrúa í þessum hóp en þær Emelía og Lilja Lív eru gríðarlega efnilegar knattspyrnukonur. Emelía, sem er 14 ára, spilaði 12 leiki með Gróttu í sumar og skoraði í þeim eitt mark. Lilja Lív, 15 ára, lék 7 leiki með Gróttu í sumar. Til hamingju stelpur 👏

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print