Skip to content

7. flokkur karla á Norðurálsmótinu

37 drengir úr 7. flokki karla spiluðu á hinu víðfræga Norðurálsmóti síðustu helgi en Grótta fór með sex lið á mótið. Drengirnir fengu frábært veður á Skaganum sem skemmdi ekki fyrir stemningunni. Þeir stóðu sig gríðarlega vel og gátu þjálfararnir séð miklar framfarir á vellinum. Frábært var að sjá hvað margir foreldrar fylgdu strákunum og hvöttu þá til dáða. Mótið gekk heilt yfir mjög vel og voru drengirnir félaginu til sóma, bæði innan sem utan vallar. Mikil gleði ríkti meðal drengjanna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd 🤩

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print