7. flokkur karla á Norðurálsmótinu

37 drengir úr 7. flokki karla spiluðu á hinu víðfræga Norðurálsmóti síðustu helgi en Grótta fór með sex lið á mótið. Drengirnir fengu frábært veður á Skaganum sem skemmdi ekki fyrir stemningunni. Þeir stóðu sig gríðarlega vel og gátu þjálfararnir séð miklar framfarir á vellinum. Frábært var að sjá hvað margir foreldrar fylgdu strákunum og hvöttu þá til dáða. Mótið gekk heilt yfir mjög vel og voru drengirnir félaginu til sóma, bæði innan sem utan vallar. Mikil gleði ríkti meðal drengjanna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd 🤩

5. flokkur kvenna á TM mótinu í Eyjum

5. flokkur kvenna hélt til Vestmannaeyja í síðustu viku á hið margfræga TM mót, betur þekkt sem Pæjumótið! Grótta fór með tvö lið á mótið og 21 stúlku innanborðs. Spilað var fimmtudag, föstudag og laugardag og var mikið fjör á Eyjunni. Rebekka Sif Brynjarsdóttir var valinn fulltrúi liðsins í pressuliðinu sem lék gegn landsliðinu á föstudagskvöldið, en lið Rebekku vann leikinn 3-0 og átti hún tvær stoðsendingar 👏🏼 Rebekka var einnig valin í lið mótsins!
Stelpurnar stóðu sig vel á mótinu innan sem utan vallar og voru glæsilegir fulltrúar félagsins 💙