Skip to content

6. og 7. flokkur karla á Króksmótinu

6. og 7. flokkur karla hélt til Sauðárkróks 10.-12. ágúst á Króksmótið. Grótta sendi til leiks 12 lið, sex úr hvorum flokki, svo það var nóg að gera hjá Gróttu fyrir norðan. Sjö stelpur fóru með úr 6. flokki, og eitt lið hjá 6. flokki var einungis skipað stelpum.

Sumir voru að fara í fyrsta sinn á gistimót, en aðrir orðnir þaulreyndir, en mikil upplifun og stemning var hjá öllum krökkunum, sem og foreldrum og þjálfurum!

Lið 3 hjá 6. flokki karla tókst að næla sér í bikar á mótinu, en mótið gekk vel í heild sinni hjá Gróttukrökkunum.

Hér má sjá liðsmyndir og myndir frá leikjum Gróttuliðanna sem Eyjólfur Garðarsson tók.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar