Á dögunum héldu pæjurnar í 5. flokki Gróttu á TM-mótið í Vestmannaeyjum, betur þekkt sem Pæjumótið. Annað árið í röð fóru 34 stelpur frá Gróttu sem skipuðu fjögur lið, hvorki meira né minna!
Grótta1 gerði sér lítið fyrir og endaði í 4. sæti mótsins sem er besti árangur Gróttu frá upphafi. Ennfremur jöfnun á besta árangri 5. flokks Gróttu á stórmóti í en A-lið 5.fl.kk hjá Gróttu endaði í 4. sæti á N1-mótinu árið 2009. Arnfríður Auður Arnarsdóttir var fulltrúi Gróttu í landsleiknum og skoraði tvö mörk fyrir framan troðfulla stúku. Í mótslok var Aufí, eins og hún er oftast kölluð, valin í úrvalslið mótsins.
Grótta2 byrjaði brösuglega en komst svo á þvílíka siglingu og sigraði alla sína leiki á öðrum degi. Stelpurnar héldu áfram að spila vel á lokadeginum og voru ekki langt frá því að komast í úrslit í sinni deild. Enduðu sem fimmta hæsta B-lið mótsins.
Grótta3 byrjaði hægt en óx jafnt og þétt eftir því sem leið á mótið. Sama má í raun segja um stelpurnar í Gróttu4 en þar voru allar á sínu fyrsta Pæjumóti og þurftu því sinn tíma til að venjast aðstæður.
Auk fótboltans fór Gróttuliðið í skemmtilegra siglingu og tók þátt í hæfileikakeppni. Stelpurnar voru Gróttu til mikils sóma á móti og mikið gleðiefni að svo stórir og glæsilegir hópar stelpna séu nú á fleygiferð í fótbolta hjá Gróttu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5. flokkur
6. flokkur
7. flokkur
8. flokkur
Aðalstjórn
Bikarkeppni
Fimleikar
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
Jólakort
Knattspyrna
Knattspyrnuskólinn
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
Mfl.kk
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Reglugerðir
Starfsmenn
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tilkynning
Tímarit
Verðlaun
Viðtal
Yngr
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Þjálfarar