Skip to content

3. flokkur kvenna sigurvegari Stefnumóts KA

3. flokkur kvenna hélt til Akureyrar um helgina að keppa á Stefnumóti KA. 22 stelpur héldu í ferðina ásamt tveimur þjálfurum og fararstjórum og mikil spenna var í hópnum. Grótta/KR tefldi fram tveimur liðum og náðu bæði liðin flottum árangri.

A-liðið keppti gegn Þór í úrslitaleik í A-úrslitum og fór hann 1-0 fyrir Gróttu/KR eftir að Lovísa kom boltanum í netið. B-liðið tapaði gegn Aftureldingu í úrslitaleik og hnepptu þær því annað sætið í sínu móti.

Við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn á mótinu!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print