Skip to content

2. flokkur karla upp um deild 

Það var frábær stemning á Vivaldivellinum í kvöld og fjöldi fólks í stúkunni þegar 2. flokkur karla tryggði sér sæti í B-deild Íslandsmótsins. Andstæðingar Gróttu var lið KR2 sem tefldi fram nokkrum sterkum leikmönnum í leiknum, þar sem jafnræði var með liðunum fyrsta hálftímann. 

Grótta skoraði tvö mörk rétt fyrir leikhlé og í byrjun seinni hálfleiks gerðu strákarnir út um leikinn og komust í 4-0. Kjartan Kári Halldórsson var með tvö mörk, Benjamin Friesen með eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Halldór Orri Jónsson skoraði rétt fyrir leikslok og tryggði Gróttu 5-0 sigur og mikil gleði braust út í leikslok. Í sumar hefur liðsheildin í 2. flokknum verið sterk og leikmenn A- og B-liðsins staðið vel við bakið hvor á öðrum. Tímabilið er ekki alveg búið því á laugardaginn leika strákarnir við Selfoss í úrslitaleik um sigur í C-deild. 

Við óskum strákunum og þjálfurum þeirra, Arnari Þór Axelssyni og Dom Ankers, innilega til hamingju með árangurinn.

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari var á sínum stað á vellinum og hér er að finna stórglæsilegt albúm frá leiknum.

https://photos.google.com/share/AF1QipNCZtGMb6M7SoEpUP9jGOPEoNhYmdYpwji37A5jzlS8Iun6X0UlBUvnQmsuUeYw9g?key=SHNsVUxndVI0R0FUUlkxZ25SMmdNaUhIVW9CaGVR

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print