Skip to content

Yngra árið í 5.flokki kvenna stóð sig vel

Yngra árið í 5.flokki kvenna skráði tvö lið til leiks um síðustu helgi og voru bæði lið saman í riðli en Stjanan 2 og Haukar 1 voru einnig með okkar liðum í riðli. Það var virkilega skemmtilegt að sjá bæði lið spila og flottir taktar hjá okkar stúlkum. Lið 1 spilaði afar vel og vann deildina með fullt hús stiga.

Flottur árangur hjá þeim og var mikill stígandi í þeirra spilamennsku og miklar framfarir. Lið 2 spiluðu einnig mjög vel þrátt fyrir tap í öllum leikjunum. Hins vegar má nefna að mikil spenna var í leikjum liðsins gegn Stjörnunni og Haukum og gátu okkar stelpur hæglega unnið þá leiki.

Báðir leikir enduðu með tveggja marka tapi en það má sjá hversu miklar framfarir voru leikjum hjá liði 2. Það verður því mjög spennandi að fylgjast með stelpunum á næsta móti.

Áfram Grótta

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print