Skip to content

Þorgeir Bjarki aftur heim

Þorgeir Bjarki Davíðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu og gengur til liðs við félagið að þessu leiktímabili loknu. Þorgeir þekkja flestir Seltirningar en hann er uppalinn Gróttumaður og lék með öllum yngri flokkum félagsins og síðan meistaraflokki. Hann lék með öllum yngri landsliðum Íslands.

Þorgeir er örvhentur leikmaður og spilar aðallega í hægra horninu en getur einnig leikið sem skytta. Hann hefur leikið 79 leiki fyrir Gróttu og skorað í þeim 138 mörk. Þorgeir er 25 ára gamall og hefur undanfarin ár leikið með Fram, HK og Val.

„Það eru gríðarlega góðar fréttir að Þorgeir sé kominn í Gróttu. Hann er mikill karakter og mun styrkja liðið mikið“, sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari liðsins við undirritun samningsins.

„Ég er mjög spenntur að snúa aftur í Gróttu eftir 6 ára fjarveru. Ég hef mikla trú á hópnum og þjálfarateyminu og markmiðum þeirra. Það hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig að koma heim til uppeldisfélagsins og gera mitt besta til að styrkja hópinn fyrir næstu leiktíð“, sagði Þorgeir Bjarki á sama tíma.

Þorgeir, velkominn aftur á Nesið !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print