Skip to content

Soffía semur við Gróttu

Markvörðurinn Soffía Steingrímsdóttir hefur samið við Gróttu til næstu þriggja ára. Soffíu þekkir allt Gróttufólk enda uppalin í félaginu og leikið með Gróttu til fjölda ára. Seinasta haust skipti Soffía yfir í Fram en kom til baka á láni seinni hluta tímabilsins og stóð sig frábærlega.

Soffía er fædd árið 2000 og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið 123 leiki fyrir Gróttu.

„Það eru frábærar fréttir að Soffía verði hjá okkur næstu þrjú árin enda frábær markvörður með mikla reynslu. Soffía er auk þess mikill karakter sem við bindum miklar vonir við að verði í lykilhlutverki við atlöguna að Olísdeildarsæti á næsta tímabili“, sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson þegar samningar voru í höfn.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print