Skip to content

Silfur hjá Katrínu Önnu og U17 ára landsliðinu

U17 ára landslið kvenna hefur lokið þátttöku sinni í B-keppni Evrópumótsins sem fór fram í Klaipeda í Litháen seinustu daga. Liðið lék til úrslita í gær gegn Norður-Makedóníu eftir að hafa unnið frábæran sigur á Spáni á laugardaginn í undanúrslitum.

Úrslitaleikurinn gegn Norður-Makedóníu var jafn og skemmtilegur en það voru Norður-Makedónar sem voru sterkari að lokum og unnu nauman eins margs sigur, 26-27. Íslenska liðið með Katrínu Önnu Ásmundsdóttur innanborð þurfti þess vegna að sætta sig við silfur að þessu sinnu.

Katrín Anna getur verið stolt af sinni frammistöðu í mótinu en hún var næstmarkahæst í báðum leikjunum um helgina gegn Spáni og Norður-Makedóníu. Samtals skoraði Katrín Anna 18 mörk í mótinu og var með góða færanýtingu.

#grottahandbolti#breytumleiknum#handbolti

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print