Skip to content

Akimasa Abe í Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við Japanann Akimasa Abe um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Abe er 24 ára gamall og kemur frá félaginu Wakunaga Leolic í Japan. Hann er 185 cm á hæð og er rétthent skytta.


Grótta var með Saturo Goto á láni í fyrra en hann kom einmitt frá sama félagi, Wakunaga Leolic. Það er ánægjulegt að gott samstarf Gróttu og Wakunaga haldi áfram.


„Við bindum vonir við að Abe muni styrkja leikmannahópinn okkar í vetur og smellipassi inn í æfingakúltúrinn okkar. Saturo Goto hafði góð áhrif á Gróttuliðið í fyrra og við vonum að sama verði uppi á teningnum með Abe“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu þegar samningurinn var í höfn.


Velkominn í Gróttu, Akimasa Abe !

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print