Skip to content

Nýir leikmenn koma og Alli framlengir

Tveir nýjir leikmenn, þeir Lúðvík Thorberg og Ólafur Brim skrifuðu í dag undir samninga við handknattleiksdeild Gróttu og auk þess framlengdi hornamaðurinn Alexander Jón samning sinn við félagið.

Lúðvík sem er fæddur árið 1997 kemur til Gróttu frá Fram þar sem hann er uppalinn. Lúðvík, eða Lúlli eins og hann er kallaður lék með Fram í Olís-deildinni á síðsta tímabili og spilar sem skytta. Hann á þrátt fyrir ungan aldur 2 tímabil að baki í Olís-deildinni og kemur til með að styrkja okkar lið fyrir baráttuna í vetur.

Ólafur Brim er fæddur árið 2000 og kemur til Gróttu frá Val á láni. Ólafur á að baki leiki fyrir öll yngri landslið Íslands og er hávaxinn og öflugur leikmaður og kemur til með að styrkja liðið bæði varnar og sóknarlega.

Loks framlengdi vinstri hornamaðurinn Alexander Jón Másson samning sinn við félagið til 1.árs og spilar því áfram með liðinu í Olís-deildinni. Alexander fer því inn í sitt 3ja tímabil með Gróttu og er það okkur mikil ánægja að hann hafi framlengt samning sinn við félagið.

Strákarnir undirrituðu samninga sína fyrir utan Orku-stöðuna á Austurströnd og stilltu sér upp fyrir myndatöku þar en Orkan er einn af aðalstyrktaraðilum handknattleiksdeildarinnar og hvetur handknattleiksdeildin alla Seltirninga og Gróttu-fólk til að versla sitt bensín hjá Orkunni. Orkan og handknattleiksdeildin munu standa fyrir fjöruhreinsun á Seltjarnarnesi í maí mánuði og verður það nánar auglýst síðar!

Við bjóðum þessa öflugu drengi velkomna í félagið og óskum einnig Alexander til hamingju með framlenginguna á sínum samning og hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi tímabili!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print