Skip to content

Nökkvi Dan Elliðason gengur til liðs við Gróttu

Grótta hefur fengið Nökkva Dan Elliðason til liðs við sig fyrir komandi átök í Olísdeild karla næsta vetur.

Nökkvi er ungur miðjumaður sem kemur frá Vestmanneyjum. Síðasta vetur spilaði hann í 23 leikjum og skoraði í þeim 33 mörk fyrir uppeldisfélags sitt ÍBV. Nökkvi á einnig leiki með yngri landsliðum Íslands og var meðal annars í U-19 ára liðinu sem landaði bronsverðlaunum á HM í Rússlandi.

Nökkvi á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans Elliði Vignisson spilaði einnig með Gróttu við góðan orðstír. Við bjóðum Nökkva velkominn í Gróttu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print