Skip to content

Lovísa með U19 ára landsliðinu

Um seinustu helgi fór fram Norðurlandamót U19 ára landsliðs kvenna. Mótið fór fram í Helsingborg í Svíþjóð. Upphaflega áttu tvær Gróttustúlkur að leika með liðinu en Selma Þóra Jóhannsdóttir meiddist á lokametrunum og gat því ekki farið með liðinu á mótið. Lovísa Thompson var því eini leikmaður Gróttu í hópnum en hún leikur stórt hlutverk með liðinu. Að auki er Kári Garðarsson þjálfari liðsins.

Það er skemmst frá því að segja að liðið lék gegn ógnarsterkum andstæðingum á þessu móti; Dönum, Svíum og Norðmönnum og því miður töpuðust allir leikirnir. Liðið getur þó gengið sátt frá borði enda var spilamennskan á pari við þessar stórþjóðir á köflum.

Lovísa var valinn maður leiksins í öðrum leik liðsins gegn Dönum en hún skoraði 8 mörk í þeim leik og lék á alls oddi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar