Skip to content

Landsliðsmenn Gróttu á ferðinni um helgina

Um helgina voru yngri landslið Íslands í handbolta á ferðinni og átti Grótta sína fulltrúa í U-17, U-19 og U-21 árs landsliðinu.

U-17 ára landslið karla hélt til Frakklands og lék þar á sterku 4 landa æfingarmóti en fulltrúar Gróttu í ferðinni voru þeir Ari Pétur Eiríksson og Gunnar Hrafn Pálsson.

Strákarnir léku gegn heimamönnum í Frakklandi, Sviss og Króatíu og upplifðu þar jafntefli, sigur og tap gegn þessum sterku þjóðum. Okkar strákar stóðu sig með mikilli prýði en Gunnar Hrafn skoraði 5 mörk í leikjunum þremur og Ari Pétur 2 mörk.

U-19 ára landslið karla æfði hér heima á Íslandi yfir helgina og áttum við einn fulltrúa þar í Kára Rögnvaldssyni.

U-21 árs landsliðið spilaði svo hér heima tvo æfingarleiki við sterkt lið Frakka og átti Grótta 3 fulltrúa í hópnum, þá Hannes Grimm, Alexander Jón og Svein Jose Riviera. Fyrri leikurinn fór fram á föstudaginn og vannst þar frábær sigur 28-24 og skoruðu þeir Sveinn og Alexander sitthvort markið í þeim leik. Síðari leikurinn fór fram daginn eftir og tapaðist hann 21-26 og skoraði Hannes Grimm 1 mark í þeim leik.

Drengirnir voru flottir fulltrúar félagsins um helgina og vonumst við til að sjá þá leika enn fleiri landsleiki í framtíðinni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print