Skip to content

Kári tekur við mfl. kvk Gróttu á ný!

Kári Garðarsson var í dag ráðinn sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu til næstu 3ja ára og tekur við liðinu af þeim Davíð Erni Hlöðverssyni og Arnari Jóni Agnarssyni.

Kári hefur starfað lengi við þjálfun hjá Gróttu og meðal annars stýrt báðum meistaraflokkum félagsins en nú síðast var hann þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni og kom þeim m.a upp í efstu deild þar sem hann stýrði liðinu á núverandi keppnistímabili.

Kári endurnýjar nú kynni sín af kvennaliði félagsins en hann náði stórbrotnum árangri með liðið á tímabilunum 2013-2017 þar sem hann gerði liðið meðal annars að tvöföldum Íslandsmeisturum.

Með ráðningu Kára er framhaldið þeirri stefnu sem unnið hefur verið að í handboltanum á Seltjarnarnesi en Kára er ætlað að taka næsta skref í því að koma kvennaliði félagsins aftur í efstu deild og í fremstu röð á næstu árum.

Stjórn deildarinnar vill koma að sérstökum þökkum til fráfarandi þjálfara, Davíðs og Arnars, fyrir þeirra starf síðastliðin 2 ár með meistaraflokk kvenna.

Frekari frekna af meistaraflokkum félagsins er að vænta á næstu vikum en undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil er í fullum gangi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar