Skip to content

Jóhann Reynir framlengir við Gróttu

Stórskyttan Jóhann Reynir Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeildina um 2 ár og mun því leika með liðinu í Olís-deildinni á komandi keppnistímabili. Jóhann sem verður 31 árs á árinu á að baki langan feril bæði hér heima og erlendis og hefur verið lykilmaður í Gróttu-liðinu undanfarin 2 keppnistímabil.

Jóhann sem kom til Gróttu árið 2018 var að klára sitt annað tímabil hjá liðinu og hefur á þeim tíma verið algjör lykilmaður liðsins og var á yfirstandandi keppnistímabili lang markahæsti leikmaður liðsins með 123 mörk í 15 leikjum.

Handknattleiksdeildin lýsir yfir mikilli ánægju með að samningar hafi náðst við Jóa um að leika áfram með liðinu og ljóst að mikið mun mæða á honum í ungu og efnilegu Gróttu-liði í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.

Við hlökkum til að fylgjast með Jóa á næsta tímabili og væntumst til mikils af honum í baráttunni í deild þeirra bestu!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Nýlegar fréttir

Fréttaflokkar