Skip to content

Jafntefli gegn Akureyri og bikarkeppnin hefst í vikunni

Meistaraflokkur karla tók á sunnudag á móti Akureyri í sannkölluðum 4ra stiga leik í Olís-deildinni. Bæði lið að berjast í neðri hluta deildarinnar en Gróttu-liðið í dauðafæri í þessum leik að slíta sig frá Akureyri sem sátu fyrir leikinn í botnsætinu.

Leikurinn byrjaði af mikilli hörku og var jafnræði með liðunum á fyrstu mínútum leiksins, sterkur varnarleikur og hörku markvörslur einkenndu þessar fyrstu mínútur. Á 17.mínútu ýttu gestirnir frá Akureyri á bensíngjöfina og náðu 3ja marka forskoti, 4-7. Þá var Einar Jónssyni þjálfara Gróttu nóg boðið og tók leikhlé og vakti sína menn, stuttu seinna höfðu Gróttu-strákar jafnað 7-7 og voru yfir í hálfleik 9-8.

Síðari hálfleikur var gjörólíkur þeim fyrri, mikill hraði færðist í leikinn og minna var um varnarleik og markvörslu. Grótta hélt sínu forskoti lengst um af í síðari hálfleik og náðu m.a 3ja marka forskoti þegar um 3 mínútur lifðu leiks og leit út fyrir sterkan heimasigur Gróttu-manna. Allt kom hinsvegar fyrir ekki, Akureyringar settu í fluggírinn og eftir vægast sagt vandræðalega lokasókn Gróttu-liðsins náði Akureyri boltanum þegar 6 sekúndur voru eftir, Sverre þjálfari norðanmanna tók þá leikhlé og stillti upp í seinustu sóknina. Það má segja að flétta Sverre hafi heppnast fullkomlega því Akureyringar náðu skoti á markið sem lak í netið og jöfnuðu leikinn um leik og lokaflautið gall.

Gríðarlega svekkjandi tapað stig fyrir okkar menn í leik sem okkar menn hefðu átt að klára. Strákarnir fá þó ekki langan tíma til að jafna sig þar sem þeir fá Stjörnuna í heimsókn í Hertz-höllina annað kvöld (miðvikudag) kl 19:30 í Coca-Cola bikarkeppninni og geta þar bætt upp fyrir þetta tapaða stig á heimavelli.

Sveinn José Riviera átti skínandi leik fyrir Gróttu-liðið í þessum leik og skoraði 7 mörk og Hreiðar Levý var svo hrikalega flottur í rammanum með 11 skot varin eða 31% markvörslu.

Markaskor dreifðist nánar svona

  • Sveinn José – 7 mörk
  • Jóhann Reynir – 5 mörk
  • Alexander Jón – 3 mörk
  • Leonharð – 3 mörk
  • Magnús Öder – 3 mörk
  • Hannes Grimm – 2 mörk
  • Sigfús Páll – 2 mörk

HÉR – má sjá umfjöllun af Vísi.is og viðtöl úr leiknum

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar