Skip to content

Ingólfur Arnar framlengir við Gróttu

Miðjumaðurinn knái Ingólfur Arnar Þorgeirsson hefur framlengt samning sinn við Gróttu til næstu 2ja ára og mun því leika með liðinu í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.

Ingó, eins og hann er oftast kallaður, var lykilleikmaður í Gróttu-liðinu í ár en hann lék alla 15 leiki liðsins og skoraði í þeim 40 mörk og stýrði hann sóknarleik liðsins oftar en ekki af miklum myndarskap.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Ingó hafi kosið að framlengja samning sinn við félagið og taka slaginn í deild þeirra bestu á komandi keppnistímabili og hlökkum við til að fylgjast með honum næsta vetur

Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print