Skip to content

Indican skrifar undir samstarfssamning

Veitingastaðurinn Indican og handknattleiksdeild Gróttu hafa skrifað undir samstarfssamning sín á milli.

Með samningnum verður Indican einn af styrktaraðilum deildarinnar en samningurinn felur einnig í sér þá nýjung að handhafar heimaleikjakorta Gróttu Handbolta munu njóta afsláttar gegn framvísun kortsins þegar þeir kaupa mat hjá Indican. Við hlökkum mikið til að segja ykkur nánar frá þessari nýjung á heimaleikjakortunum okkar!

Indican er indverskur veitingastaður sem var opnaður árið 2018. Indican býður upp á heimilismat frá norður Indlandi og er staðsettur í Mathöll Höfða.

Á myndinni að ofan eru þeir Lárus Gunnarsson formaður handknattleiksdeildar, Valgeir Gunnlaugsson einn eiganda Indican og Arjun yfirkokkur við undirritun samningins í dag.

Við þökkum Indican kærlega fyrir stuðninginn og hvetjum alla íbúa á Seltjarnarnesi og stuðningsmenn Gróttu að renna við upp í Mathöll Höfða og gæða sér á frábærum indverskum heimilismat hjá Indican.

Matseðil þeirra má nálgast hér indican.is/menu

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print