Skip to content

Hagkaup og Grótta skrifa undir samstarfssamning

Hagkaup og handknattleiksdeild Gróttu skrifuðu fyrr í sumar undir samstarfssamning til næstu 2ja ára. Með samningnum verður Hagkaup einn af styrktaraðilum deildarinnar og þökkum við þeim kærlega fyrir veittan stuðning.

Hagkaup er löngu orðin rótgróin verslun á Eiðistorgi og verið á Seltjarnarnesi í meira en 30 ár. Verslunin hefur nýlega fengið flotta yfirhalningu og mælum við með að allir kíki við.

Það er því gaman þegar fyrirtæki á Seltjarnarnesi styðja við afreksstarf íþróttafélagsins og hvetjum við Seltirninga til að halda áfram að versla við Hagkaup á Nesinu!

Áfram Grótta!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print