Skip to content

Fýluferð í Árbæinn

Gróttu-stelpur gerðu sér ferð á föstudagskvöldið upp í Árbæ, nánar tiltekið í Fylkis-höllina þar sem þær mættu heimastúlkum í Fylki í 4.umferð Grill-66 deildinni. Stelpurnar höfðu byrjað tímabilið ágætlega en eftir skell í fyrsta leik liðsins voru komnir 2 sigurleikir í röð á töfluna og því mikið sjálfstraust í liðinu fyrir þennan leik gegn Fylki.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var nokkuð ljóst að Gróttu-stelpur ætluðu sér ekki að gefa heimaliðinu neitt gefins í þessum leik. Gróttu-stelpur komust í 4-2 í byrjun leiks og í kjölfarið skiptust liðin á að leiða leikinn með 1-2 mörkum til skiptis, það var ekki fyrr en í lok hálfleiksins sem Fylkis-stelpur gáfu örlítið í og enduðu með 2ja marka forystu í hálfleik 10-8. Það voru þó ljósir punktar á leik liðsins og ljóst að miklir möguleikar voru í síðari hálfleik að reyna stela sigrinum.

En annað átti eftir að koma á daginn og er síðari hálfleikur þessa leiks sennilega eitthvað sem okkar stelpur vilja gleyma sem allra fyrst. Fylkis-stelpur gjörsamlega völtuðu yfir okkar stúlkur í upphafi síðari hálfleiks og refsuðu hverjum töpuðum bolta Gróttu-stelpna með hraðaupphlaupum og allt í einu var staðan orðin 18-10 heimastúlkum í vil. Ef ekki hefði verið fyrir Sunnevu í markinu sem varði þó sinn skerf af dauðafærum hefði staðan verið mun verri. Á endanum var lokastaða leiksins 21-13 og skoruðu Gróttu-stelpur því aðeins 5 mörk í síðari hálfleik. Ljósi punkturinn í þessum leik var þó að ungu stelpurnar í liðinu fengu dýrmætar mínútur í síðari hálfleik og koma úr þessum leik reynslunni ríkari.

Eins og áður kom fram var það sóknarleikurinn í síðari hálfleik sem varð Gróttu-liðinu að falli sem Fylkis-stelpur nýttu sér grimmt og ringdi á tímabilum hraðaupphlaupum yfir Gróttu-stelpur. Það verður þó að nefna að nokkuð var um forföll í Gróttu-liðinu sem hjálpaði ekki til.

Gróttu-stelpur fá þó tækifæri til að kvitta fyrir þennan leik á heimavelli í næstu umferð þegar þær mæta FH þriðjudaginn 23.október n.k

Markahæstar í Grótttu-liðinu

  • Guðrún Þorláksdóttir – 4 mörk
  • Tinna Valgerður – 2 mörk
  • Katrín Helga – 2 mörk
  • Aðrar minna

Soffía byrjaði leikinn í markinu og varði vel í upphafi leiks en fjaraði undan um miðjan fyrri hálfleik. Sunneva kom þá í markið og bjargaði því sem bjargað var út leikinn en hún varði oft vel úr dauðafærum Fylkis-stúlkna í síðari hálfleik.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar