Skip to content

Frábær sigur á Fjölni

Meistaraflokkur kvenna fór í gærkvöldi í heimsókn í Dalhús í Grafarvogi þar sem þær mættu heimastúlkum í Fjölni í öðrum leik liðsins í Grill-66 deildinni.

Stelpurnar voru ákveðnar í að sýna sínar réttu hliðar eftir slæmt tap gegn FramU í fyrstu umferðinni og átti það heldur betur eftir að koma á daginn.

Leikurinn byrjaði fjörlega og var mikil barátta sem einkenndi fyrstu mínútur leiksins og skiptust liðin á að skora. Stelpurnar spiluðu mjög góða vörn í fyrri hálfleik og Soffía Steingrímsdóttir markvörður Gróttu-liðsins varði frábærlega í markinu, eins og oft gerist þegar vörn og markvarsla smella saman að þá fylgdu nokkur hraðaupphlaup í kjölfarið sem gerðu það að verkum að okkar stelpur leiddu með einu marki í hálfleik 12-13.

Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, mikil barátta og góð vörn einkenndu leik beggja liða og Soffía og Sunnaeva markmenn skiptu með sér hálfleikjum og hélt Sunneva uppteknum hætti í markinu í síðari hálfleik og voru markmennirnir báðir í raun frábærar leiknum og gaman var að sja góða samvinnu þeirra.Um miðjan síðari hálfleik náðu okkar stelpur loksins að slíta sig frá Fjölnis-liðinu og náðu mest 5 marka forskoti 20-25. Fjölnis-stelpur reyndu hvað þær gátu að gera áhlaup á forskotið en allt kom fyrir ekki, okkar stelpur sigruðu á endanum 23-26 í skemmtilegum leik.

Vera Pálsdóttir átti virkilega flottan leik og skoraði 6 mörk. Það ber þó hæst að nefna frammistöðu Guðrúnar Þorláksdóttur í leiknum en hún var algjörlega stórkostleg á báðum endum vallarins, skoraði 7 mörk af línunni og batt svo vörnina saman allan leikin, lengstum af nánast á annarri löppinni í síðari hálfleik.

Frábær sigur okkar stelpna sem eru komnar á blað í Grill-66 deildinni og brutust mikil fagnaðarlæti út meðal leikmanna.

Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni U og fer hann fram fimmtudaginn 4.október, nánar um það síðar.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar