Skip to content

Flottar helgar hjá 5.flokki karla

Seinustu tvær helgar hefur 5.flokkur karla staðið í ströngu. Yngra ár flokksins lék í Kaplakrika í umsjón FH-inga helgina 10. – 12.mars og eldra árið lék helgina 17. – 19.mars í Garðabæ í umsjón Stjörnunnar. Spilamennska drengjanna og liðanna þriggja var heilt yfir mjög góð á þessum tveimur mótum.

Grótta teflir fram tveimur liðum á yngra ári og var annað liðið í 2. deild og hitt liðið í 4.deild. Grótta 1 lék sína leiki á föstudegi og laugardegi. Það er skemmst frá því að segja að allir leikir liðsins unnust og stóð liðið uppi sem sigurvegari deildarinnar. Grótta 1 mun þess vegna leika í efstu deild á næsta móti. Grótta 2 sem lék í 4.deild sigraði Þór frá Akureyri glæslega í fyrsta leik. Næsti leikur var gegn ógnarsterkum Haukum og munaði hársbreidd að sigur ynnist í þeim leik. Næstu tveir leikir voru álíka en þeir voru gegn Stjörnunni og aftur gegn Þórsurum. Því miður töpuðust þeir en flott tilþrif sáust hjá leikmönnum.

Grótta tefldi fram einu lið á eldra núna um helgina. Liðið lék í 2.deild og eftir frábæra frammistöðu þar sem liðið lék skínandi handbolta á köflum, þá stóð liðið uppi sem sigurvegari deildarinnar. Liðið staldraði því stutt við í 2.deildinni og leikur því aftur á meðal 5 bestu liða landsins á næsta móti.

Eins og áður hefur komið fram stóðu drengirnir sig vel um helgina. Það sem var einkar gleðilegt var leikgleði og barátta skein úr andlitum leikmanna. Það verður því gaman að fylgjast með strákunum á næsta móti en yngra árið ríður á vaðið á Ísafirði og Bolungarvík í lok apríl og eldra árið að Hlíðarenda í byrjun maí.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar