Skip to content

Daníel Örn Griffin til Gróttu!

Örvhenta skyttan Daníel Örn Griffin hefur skrifað undir 2ja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu.

Daníel sem er fæddur árið 1999 kemur til liðsins frá KA þar sem hann spilaði á síðsta tímabili en er uppalinn hjá ÍBV og á hann að baki leiki fyrir flest öll yngri landslið Íslands.

Daníel er eins og áður segir örvhent skyttan en einnig gríðarlega öflugur varnarmaður en hann var m.a á topp 5 yfir flestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni á síðasta tímabili.

Hann kemur til með að vera mikil styrkingin fyrir liðið í baráttunni í vetur en karlaliðið tryggði sér á síðasta tímabili sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik eftir eins árs fjarveru.

„Daníel er púslið sem okkur vantaði í hópinn, hann kemur inn með skotógn og kraft á hægri vænginn og auk þess að vera frábær varnarmaður, það er ljóst að hann mun styrkja liðið“ sagði Arnar Daði þjálfari liðsins við undirskriftina.

„Hann smell passar auk þess inn í hópinn sem samanstendur af ungum strákum sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir veturinn“ bætti Arnar við að lokum.

Karla-liðið er núna á fullu í undirbúning sínum fyrir veturinn og spila þeir m.a í UMSK/Reykjarvíkur mótinu í næstu viku og halda svo á Blönduós aðra helgi í stutta æfingarferð.

Við bjóðum Daníel hjartanlega velkominn til Gróttu!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print