Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu. Önnu Úrsúlu þekkja flestir sem koma að íþróttum hérlendis enda verið ein af máttarstólpum Gróttuliðsins seinustu tvö tímabilin í Olísdeildinni. Anna var aðstoðarþjálfari liðsins í fyrra ásamt Guðmundi Árna en mun núna koma í stærra hlutverk í þeirri vinnu. Auk þess mun Anna Úrsúla draga fram skóna eftir stutta viðveru þeirra á skóhillunni og leika með Gróttu næstu tvö keppnistímabilin.
Anna Úrsúla er einn reyndasti leikmaður deildarinnar en Anna hefur leikið 211 leiki fyrir Gróttu á sínum ferli og 101 landsleik fyrir Íslands hönd. Hún átti stóran þátt í þeim titlum sem Grótta hefur unnið undanfarin tvö ár.
„Anna býr yfir gríðarlegri þekkingu á handbolta hefur góða yfirsýn yfir leikinn. Ég er mjög ánægður með að hún haldi áfram með okkur, bæði sem aðstoðarþjálfari og leikmaður liðsins.“
sagði Kári Garðarsson aðalþjálfari Gróttu.