Viðtal við meistaraflokks þjálfara knattspyrnudeildarinnar

Það er mikið líf á Vivaldivellinum þegar blaðamann Nesfrétta ber að garði á fallegu síðdegi í maí. Örugglega um 60 börn og unglingar að æfa á iðagrænu gervigrasinu. Við höfum mælt okkur mót við þjálfara meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem þjálfa karlaliðið og Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson sem þjálfa kvennaliðið.

Halda áfram að lesa

Ungar og efnilegar framlengja við Gróttu

Um daginn skrifuðu Rut Bernódusdóttir og Valgerður Helga Ísaksdóttir undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu.

Það er mikið ánægju efni fyrir deildina þegar uppaldir leikmenn framlengja samninga sína við félagið. Rut og Valgerður eru enn gjaldgengar í 3.flokk félagsins og má búast við miklu af þeim á næstu tveimur árum en þeim er ætlað stórt hlutverk í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá meistaraflokki kvenna.

Á myndinni má sjá Davíð Örn annan þjálfara liðsins handsala samninginn

6.flokkur kvenna fékk silfur

Yngra árið í 6.flokki kvenna spilaði á síðasta mótinu sínu í vetur um helgina upp í Valsheimili.

Grótta 1 gerði sér lítið fyrir og endaði í 2.sæti á Íslandsmótinu eftir veturinn og Grótta 2 í 14.sæti. Frábær árangur hjá þessum ungu stelpum.

Flottar og efnilegar Gróttustelpur sem hafa staðið sig vel í vetur.

Fimleikadeildin flytur í nýjan fimleikasal

Það eru mikil gleðitíðindi sem berast úr herbúðum Gróttu nú um þessar mundir en fimleikadeild félagsins flutti loks búnað sinn inn í nýjan og glæsilegan fimleikasal í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að starfsemi deildarinnar hefjist í nýjum sal á mánudag. Nú eru tvö keppnistímabil að baki þar sem beðið hefur verið eftir þessari glæsilegu aðstöðu sem mun vonandi lyfta starfi deildarinnar í nýjar hæðir.

Halda áfram að lesa