Skip to content

Sex stiga helgi hjá meistaraflokkunum

Meistaraflokkar karla og kvenna spiluðu bæði um helgina og nældu sér í þrjú stig hvort. Meistaraflokkur karla hélt til Akureyrar laugardagsmorguninn og sótti þrjú stig með 2-3 sigri á Þórsvellinum í þriðja leik Inkasso-deildarinnar. Mörk Gróttumanna skoruðu Axel Sigurðarson (2) og Óliver Dagur. Næsti leikur drengjanna er á Vivaldivellinum næsta föstudag kl. 19:15 gegn Leikni R.

Meistaraflokkur kvenna byrjaði Íslandsmótið með öruggum 7-1 sigri á Sindra fyrr í dag. Markaskorarar dagsins voru María Lovísa, Hrafnhildur, Taciana (3) og Tinna Jóns (2). Það var vel mætt á leikinn og einnig á upphitun fyrir leikinn þar sem Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnandi Heimavallarins og Magnús Örn, þjálfari liðsins, voru með tölu. Næst á dagskrá hjá stelpunum er leikur gegn Hömrunum næsta laugardag á Akureyri.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print