Breyttir opnunar- og símatímar skrifstofu Gróttu

Grótta kynnir breyttan opnunartíma og símatíma skrifstofunnar. Frá og með deginum í dag (04.12.24) verður opnunartíminn eftirfarandi:

opnunartíminn skrisftofu:

  • Mánudaga til fimmtudaga: 13:00 – 16:00
  • Föstudaga: Lokað

Símatími skirfstofunnar:

  • Mánudaga til föstudaga 09:00-12:00

Við minnum á að það er hægt að hafa samband við skrifstofuna í gegnum netfangið grotta@grotta.is

Takk fyrir frábæra samveru á Basil Gimlet kvöldi Gróttu!

Við viljum þakka öllum kærlega sem styrktu íþróttafélagið og mættu á Basil Gimlet kvöld Gróttu síðustu helgi. Svona kvöld er mikilvægur þáttur í því að styrkja deildirnar okkar og skapa líflegt félagsstarf innan félagsins.

Það er ómetanlegt að sjá hversu margir mættu, skemmtu sér og lögðu sitt af mörkum til að gera kvöldið ógleymanlegt. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og hlökkum til að sjá ykkur á næstu viðburðum!

ÁFRAM GRÓTTA!

Starfsmaður óskast

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ GRÓTTA AUGLÝSIR EFTIR STARFSMANNI Í HLUTASTARF Í VALLARHÚS FÉLAGSINS

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfsmaður aðstoðar nemendur grunn- og leikskóla og iðkendur Íþróttafélagsins
  • Dagleg þrif í vallarhúsi,
  • Önnur tilfallandi verkefni í samvinnu við vallarstjóra

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfsmaður aðstoðar nemendur grunn- og leikskóla og iðkendur Íþróttafélagsins
  • Dagleg þrif í vallarhúsi,
  • Önnur tilfallandi verkefni í samvinnu við vallarstjóra

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni til að vinna í hóp
  • Viðkomandi þarf að tala og skilja íslensku

Viðtalstímar framkvæmdastjóra Fimleikadeildar

Skrifstofa framkvæmdastjóra Fimleikadeildar Gróttu er opin milli klukkan 13:00-15:00 á mánudögum og 15:00-17:00 á miðvikudögum. Einnig er hægt er að hafa samband við Guðrúnu Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Fimleikadeildar í gegnum netfangið gudrun@grotta.is og í síma: 561-1137. Símatími skrifstofu fimleikadeildar er á miðvikudögum og föstudögum á milli kl. 10:00-12:00.

Skrifstofa Fimleikadeildar Gróttu er til húsa á annarri hæð í Íþróttahúsi Seltjarnarness við Suðurströnd. Gengið er inn anddyrið í íþróttahúsinu, beygt til vinstri fram hjá skrifstofu húsvarða, þar er farið upp stiga upp á aðra hæð og skrifstofa fimleikadeildar er þar önnur hurð til hægri.

Áfram Grótta!

Fjör á 9.flokks æfingum

Tæplega 15 krakkar mæta að staðaldri á æfingar 9.flokks á laugardögum í Íþróttahúsi Gróttu. Um er að ræða krakka fædd 2019 og 2020. Eva Björk Hlöðversdóttir og aðstoðarfólk hafa veg og vanda að skipulagningu og æfingum krakkanna en Eva Björk er margreynd í þjálfun hjá félaginu.

Innihald æfinganna eru leikir með og án bolta auk fjölbreyttra handboltaæfinga sem reyna á samhæfingu, jafnvægi, styrk og hittni. Segja má að mikil einbeiting og mikið stuð sé hjá þessum flotta hópi á laugardögum. Æfingarnar hefjast kl. 09:15.

Skráning í flokkinn fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Frekar upplýsingar um handboltastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu Gróttu eða hjá Andra Sigfússyni yfirþjálfara, andri@grotta.is

Basil Gimlet kvöld Gróttu

Laugardaginn 16. nóvember verður haldið Basil Gimlet kvöld Gróttu, þar sem gleði og góð stemning mun ráða för!

Dagskrá kvöldsins:

🥂 Fordrykkur frá kl. 19:00 – 20:00, eða á meðan birgðir endast, í boði Ölgerðarinnar.

🎤 Friðrik Dór tekur nokkra vel valda slagara!

🎉DJ Haffi Haff heldur uppi trylltri stemningu fram á nótt!

Beerpong, kareoke, Gróttulottó og margt fleira skemmtilegt verður í boði!

🎟️ Miðasala fer fram hér: https://tix.is/event/18508/basil-gimlet-kvold-grottu – takmarkað magn miða í boði!

Allur ágóði rennur til deilda Gróttu – komum saman og styrkjum félagið okkar!

Orri Steinn mætir í heimsókn á Vivaldivöllinn

Orri Steinn Óskarsson mætir á Vivaldivöllinn í dag, miðvikudaginn 9. október, í heimsókn á sinn gamla heimavöll.

Við hvetjum krakkana til að líta við – eflaust hægt að plata Orra í áritun og myndatöku.

Valdimar Ólafsson – Minning

Valdimar Ólafsson, betur þekktur sem Valdi, lést þriðjudaginn 17. september sl. Valdi hóf störf sem vallarstjóri á Vivaldivellinum hjá íþróttafélaginu Gróttu í september 2016 og var frá fyrsta degi einstakur starfsmaður sem gaf allt fyrir félagið sitt.

Valdi var sannur Gróttumaður, uppalinn á Seltjarnarnesi og tengdist félaginu allt frá stofnun þess árið 1966. Á yngri árum stundaði hann bæði fótbolta og handbolta hjá félaginu og prófaði einnig körfubolta einn vetur þegar sú íþrótt var stunduð hjá Gróttu.

Í vallarhúsinu réði Valdi ríkjum og sinnti hann störfum sínum af mikilli samviskusemi og vandvirkni. Valdi var einstaklega vel liðinn af starfsfólki og foreldrum, en sérstaklega af iðkendum félagsins. Hann var ávallt til staðar, hvort sem um var að ræða verkefni stór eða smá. Valdi lagði mikla áherslu á að vallarhúsið væri opið fyrir alla iðkendur félagsins, unga sem aldna, sem og aðra gesti, og þangað væri fólk velkomið. 

Samstarfsmenn Valda munu sakna hans sárt. Minningin um Valda mun lifa áfram hjá félaginu, um góðan dreng sem minnst verður af hlýju og virðingu.

Íþróttafélagið Grótta sendir Steinu, Bjössa og vinum og vandamönnum Valda hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.