Þjálfarafræðsla um samskipti við foreldra

Grótta hélt námskeið fyrir þjálfara félagsins 23. mars síðastliðinn um samskipti við foreldra. 
Sálfræðingurinn Hrund Þrándardóttir hélt námskeiðið sem tókst afar vel, það var góð mæting hjá þjálfurum sem gerðu góðan róm af námskeiðinu. 
Samvinna þjálfara og foreldra hefur mikilvæg áhrif m.a. á mætingu barna, þátttöku, líðan og  þrautseigju. Í fræðslunni var áhersla lögð á hvað þjálfarar geta gert til að byggja upp góð samskipti og gagnlega samvinnu við foreldra og hvernig hægt er að bregðast við erfiðum aðstæðum.  Áhersla var á virkni þjálfara á meðan fræðslu stendur til að þeir geti mátað efnið í sína vinnu og nýtt það eins og hægt er. 

Íþróttaæfingar hefjast að nýju

Þau gleðitíðindi bárust í gær að boðaðar voru rýmri samkomutakmarkanir. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld. Þetta þýðir að íþróttaæfingar mega hefjast án takmarkana og íþróttakeppni er leyfð með 100 áhorfendum.

Allar æfingar hefjast samkvæmt tímatöflum á morgun fimmtudaginn 15. apríl. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með á Sportabler.

Áfram biðjum við iðkendur, þjálfara og aðra þá sem erindi kunna að eiga í íþróttamannvirkin okkar að mæta ekki finni þeir fyrir minnstu einkennum veikinda.

Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að koma ekki inn í íþróttamannvirkin.

Við hlökkum til að taka á móti iðkendum okkar aftur á morgun.

Grótta og Tryggja í samstarf

Íþróttafélagið Grótta og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr.

Halda áfram að lesa

Lumar þú á ljósmyndum úr sögu Gróttu ?

Íþróttafélagið Grótta er í átaki að leita uppi ljósmyndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. Við byrjuðum fyrir jól að kynna átakið á Facebook síðu Gróttu og höfum við fengið fjöldan allan af ljósmyndum. Við setjum inn gamlar Gróttumyndir á Facebook síðu okkar í hverri viku.

Halda áfram að lesa

Eydís, Elín, Lilja og Lilja skrifa undir

Þrír ungir leikmenn fæddar árið 2005 hafa skrifað undir tveggja ára samninga við Gróttu, þær Elín Helga Guðmundsdóttir, Lilja Lív Margrétardóttir og Lilja Davíðsdóttir Scheving.

Lilja Lív steig sín fyrstu skref með meistaraflokki fyrir rúmu ári. Hún spilaði mikið á undirbúningstímabilinu og lék svo 8 leiki í deild og bikar. Lilja hefur síðustu mánuði æft reglulega með U16 ára landsliði Íslands.

Lilja Scheving spilaði tvo leiki með meistaraflokki í fyrra en kom svo af krafti inn í Gróttuliðið á þessu undirbúningstímabili. Hún æfði á dögunum með U16 landsliðinu en lenti í því óláni að fá höfuðhögg í lok febrúar sem hefur haldið henni frá keppni síðustu vikur. 

Elín Helga var líkt og Lilja og Lilja lykilkona í 3. flokki Gróttu/KR sem komst í úrslitaleik Íslandsmótsins síðasta haust. Elín hefur komið af krafti inn í æfingahóp Gróttu í vetur og komið við sögu í flestum leikjum það sem af er þessu undirbúningstímabili.

Við sama tilefni skrifaði Eydís Lilja Eysteinsdóttir undir sinn fyrsta samning við Gróttu. Eydís var lykilleikmaður í Gróttuliðinu árin 2017 og 2018 en spilaði ekkert árið 2019 vegna barneigna. Eydís vann sig hægt og bítandi inn í Gróttuliðið í fyrra og skoraði þegar upp var staðið 4 mörk í 13 leikjum. Í vetur hefur Eydís verið í stuði í framlínu Gróttu og skorað sex mörk í fyrstu sjö leikjum undirbúningstímabilsins. Eydís, sem er uppalin í Stjörnunni, er 28 ára gömul og er elsti leikmaður Gróttuliðsins!