Um helgina fór fram þrepamót í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans. Þetta var fyrsta þrepamótið af þremur sem verður haldið í vetur. Mótið var haldið í sal Ármenninga í Laugardalnum. Grótta sendi 10 stúlkur á mótið og stóðu þær sig allar glimrandi vel.
Keppt var eftir nýju keppnisfyrirkomulagi, þar sem eingöngu er keppt til þess að ná þrepi. Íslenski fimleikastiginn er samansettur af 8 þrepum. Iðkendur sem eru að taka sín fyrstu skref í fimleikum keppa í 8. þrepi og svo er efsta og erfiðasta þrep Fimleikastigans 1. þrep.
Stelpurnar okkar í F1 stóðu sig vel á þessu fyrsta móti. Við hlökkum til þess að vinna áfram að ná settum markmiðum fyrir næsta þrep.
Til hamingju stelpur í F1 og þjálfarar Anna Sóley Jensdóttir og Nanna Guðmundsdóttir