Skip to content

Styrktar- og liðleikaþjálfun námskeið

Styrktar- og liðleikaþjálfun námskeið fyrir íþróttakrakka fædda árið 2010 til 2014. Hentar vel íþróttakrökkum úr boltaíþróttum. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á styrk, liðleika, samhæfingu og aukna hreyfifærni. Námskeiðið er 5 vikur og verður kennt í fimleikasal Gróttu.

Námskeið 1 fyrir krakka fædda 2010-2011 verður á laugardögum frá 14:30-15:20.

Námskeið 2 fyrir krakka fædda 2012-2014 verður á laugardögum frá 15:30–16:20.

Fyrsta æfingin verður haldin laugardaginn 12. nóvember (ath það verður ekki æfing 3.des) og síðasta æfingin því 17. desember).

Þjálfarar: Sigurður Andri Jóhannsson og Hrafnhildur Sigurjónsdóttir.

Skráning hefst 4. nóvember kl 12:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum vefverslun sportabler https://www.sportabler.com/shop/grotta.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðin. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print