Tilnefndar sem íþróttakona æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:

Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir

Jóna Guðrún Gylfadóttir
Katrín Scheving Thorsteinsson
Lilja Hugrún Pétursdóttir
Lilja Hrund Stefánsdóttir
Lovísa Anna Jóhannsdóttir
Sara Björk Arnarsdóttir

Íþróttamaður & kona Grótta verða krýnd í næstu viku

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörnir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu. 

Auk þess verða krýnd íþróttafólk æskunnar, þjálfari ársins og sjálfboðaliðar ársins auk þess verða afhent verðlaun fyrir fyrstu landsleiki á síðasta ári.  

Við hvetjum allt Gróttufólk til að mæta og heiðra okkar flotta íþróttafólk.

Viltu gerast sjálfboðaliði í Gróttu?

Viltu gerast sjálfboðaliði í Gróttu ?  Viltu taka þátt í gefandi og skemmtilegum verkefnum sem tengjast íþróttaleikjum
eða öðrum verkefnum.  Viltu kynnast nýju fólki og nýjum viðfangsefnum?  Ertu hætt(ur) að vinna og vantar áhugaverð
og fjölbreytt verkefni til að verja tíma þínum í?  Vantar þig áhugamál?

Sjálfboðaliðastarf er hornsteinn og grundvöllur alls íþróttastarfs á Íslandi.  Íþróttafélagið Grótta treystir á óeigingjarnt vinnuframlag einstaklinga sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íþróttastarf fyrir unga sem aldna og halda því gangandi með dugnaði, eljusemi og ástríðu.

Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur með því að senda póst á grotta@grotta.is 

Ekki hika við að hafa samband.  Þér verður tekið fagnandi!

Grótta er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Íþróttafélagið Grótta fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á fundi aðalstjórnar í vallarhúsi Gróttu miðvikudaginn 2. nóvember síðastliðinn.

Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar til fulltrúa aðalstjórnar og allra deilda félagsins, þ.e. knattspyrnu-, handknattleiks- og fimleikadeildar. Félagið hlaut fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2005.

Á hópmyndinni eru frá vinstri, Andri Stefánsson, Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar, Þröstur Þór Guðmundsson formaður Íþróttafélagsins Gróttu, Þorsteinn Ingason formaður knattspyrnudeildar og Gunnlaugur Jónsson íþróttastjóri félagsins.
Eyjólfur Garðarsson tók myndir við þetta tilefni.

„Við hjá Íþróttafélaginu Gróttu erum stolt og þakklát fyrir að fá viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag. Það er afar mikilvægt fyrir félagið að ná þessu markmiði enda keppist Grótta við að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum“, sagði Þröstur Þór formaður félagsins af þessu tilefni.

CRAFT VEFVERSLUN

Nú er samstarfið okkar við hið sænska fatamerki Craft komin í fullan gang. Fimleika- og handboltadeild hafa lokið mátunardögum en það er ekki orðið klárt hvernig búningamálum verður háttað hjá knattspyrnudeild. 

Ný vefverslun fyrri Craft hefur verið opnuð craftverslun.is og þar er að finna svæði tengt okkar vörum. 

Lumar þú á ljósmyndum úr starfi Gróttu?

Undanfarið ár höfum við verið í átaki að leita uppi myndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. 
Hrafnhildur Thoroddsen sem kemur til okkar þrisvar í viku og hún hefur undanfarið ár skannað allar þær myndir sem hafa safnast saman hjá okkur á skrifstofu Gróttu. 
Við viljum líka taka við stafrænum myndum sem við getum geymt í skýinu okkar. 

Nánar upplýsingar gullijons@grotta.is

Við höfum reglulega sett  inn gamlar Gróttumyndirí albúm  á Facebook síðu okkar. 
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10159472844209874&vanity=97036674873

Hrafnhildur að skanna myndir úr sögu Gróttu

VERBÚÐARBALLIÐ var geggjað

Verbúðarballið fór fram með pompi og prakt síðasta laugardagskvöld. Mæting á ballið fór fram úr björtustu vonum, fólk skemmti sér stórvel og ballið fór fram án stóráfalla.  

Einnig var virkilega gaman að sjá hve margir dressuðu sig upp í anda Verbúðarþáttanna og það sett sterkan svip á ballið. 

Hljómsveitin Verbúðarbandið fór á kostum ásamt Selmu Björns og Stebba Hilmars, óvæntur leynigestur dúkkaði upp en það var nesbúinn Baddi í Jeff Who.  Herbert Guðmundsson opnaði ballið um tíu leytið og okkar eini sanni Magnús Helgason sá um tónlistina milli atriða. 

Takk fyrir komuna kæru ballgestir. Stefnan er að þetta verði árlegur viðburður. 

Eyjólfur Garðarsson hirðljósmyndari Gróttu mætti með myndavélina og hér má sjá veglegt myndaalbúm frá ballinu. https://www.facebook.com/media/set/?set=a.500533768551730&type=3

Hér má sjá frétt í Smartlandi mbl.is https://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2022/09/12/allt_a_utopnu_a_verbudarballinu/

dj Maggi Helga
Gríðarlegt stuð myndaðist á gólfinu
Herbert var sjóðheitur í upphafi kvöldsins