CRAFT er nýr búningastyrktaraðili Gróttu

Íþróttafélagið Grótta hefur samið við New Wave Iceland um að félagið noti CRAFT íþróttafatnað næstu fjögur árin.  Félagið fór í stórt útboð síðastliðinn vetur og niðurstaðan var að semja við New Wave Iceland en strax frá upphafi sýndi fyrirtækið mikinn áhuga að semja við okkur. Með tilkomu samningsins verður New Wave Iceland einn af aðal styrktaraðilum Íþróttafélagsins Gróttu.

Íþróttafélagið Grótta þakkar Errrea á Íslandi fyrir frábært samstarf undanfarin 14 ár en Grótta hefur spilað í Errea fatnaði frá haustinu 2008. 

Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland er hæstánægður með nýja samninginn: „Við hjá New Wave Iceland erum afar ánægð að hafa náð saman við Gróttu um samstarf næstu fjögur árin þar sem Grótta æfir og keppir í fatnaði frá Craft.  Grótta er öflugt félag sem við erum stolt af að geta stutt við bakið á næstu árin og hlökkum við mikið til samstarfsins.”

Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Gróttu hafði þetta að segja eftir undirritun samningsins: „Um leið og við þökkum Errea fyrir áralangt farsælt samstarf hlökkum við mikið til samstarfsins við Craft. Samningurinn er einn stærsti heildarsamningur sem félagið hefur gert frá upphafi. Vöruúrval Craft er mikið og spennandi tímar framundan í samvinnu Gróttu og Craft.”

Craft er alþjóðlegt íþróttavörumerki sem hóf starfsemi 1977 og framleiðir í dag hágæða fatnað fyrir flestar íþróttir sem hafa notið mikilla vinsælda um langt skeið.  Craft er í eigu New Wave Group sem er móðurfélag dreifingaraðila Craft á Íslandi, New Wave Iceland.  Á síðustu árum hefur Craft haslað sér völl á liðamarkaðnum með frábærum árangri þar sem má telja fjölda landsliða og félagsliða sem hafa kosið að leika í Craft sbr. sænsku knattspyrnuliðin Hammarby IF og IFK Gautaborg, sænska handboltalandsliðið og sænska landsliðið í fimleikum. 

Skráning á sumarnámskeið

Sumarstarfið verður með hefðbundu sniði og verður gott framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6 -18 ára á Seltjarnarnesi, líkt og undanfarin ár. Skráning opnar þriðjudaginn 3. maí kl. 12:00.

Continue reading

Aðalfundir Gróttu – Þröstur nýr formaður

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram í gærkvöldi, þriðjudaginn 26. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins. 

Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður. 

Heilt yfir gekk rekstur félagsins vel á árinu og hefur reksturinn almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2021 þrátt fyrir að covid faraldurinn hafði minnt á sig.

Þröstur Guðmundsson tók við formennsku aðalstjórnar af Braga Björnssonar sem lætur af störfum eftir formennsku í 4 ár.   Aðrar breytingar á aðalstjórn eru að Anna Björg Erlingsdóttir og Svala Sigurðardóttir koma nýjar í stjórn en Bragi og Fanney Rúnarsdóttir fara úr stjórn. 

Stjórn fimleikadeildar og handknattleiksdeildar er óbreytt.
Í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar var sú breyting að Guðrún Dóra Bjarnadóttir kemur inn í stað Hildar Ýrar Hjálmarsdóttir. 

Stjórn knattspyrndudeildar er sú breyting að Pétur Ívarsson og Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir hverfa úr stjórn en inn koma Helgi Héðinsson, Hildur Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason. 

Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár:
https://grotta.is/wp-content/uploads/2022/04/A%CC%81rssky%CC%81rsla-Gro%CC%81ttu-2021-ok-web.pdf

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir sem lýsa vel heppnuðum aðalfundi. 

Aðalfundir Gróttu næsta þriðjudag

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram þriðjudaginn næsta (26. apríl)
Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30.

Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Hrafnhildur nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar

Stjórn fimleikadeildar gekk nýverið frá ráðningu Hrafnhildar Sigurjónsdóttir sem framkvæmdastjóra fimleikadeildar meðan Ólöf Línberg verður í fæðingarorlofi. Við hlökkum til að vinna með Hrafnhildi í nýju hlutverki og sendum Ólöfu okkar bestu kveðjur og óskir.
kveðja, Stjórn Fimleikadeildar